Ástralir hyggjast skylda netrisa á borð við Facebook og Google til að deila auglýsingatekjum sínum af notendum þar í landi með áströlskum fjölmiðlum.

Fjármálaráðherra Ástralíu hefur falið samkeppniseftirliti landsins að semja eins konar siðareglur fyrir þá, en með þeim verður þeim gert að semja við þarlend fjölmiðla-fyrirtæki um greiðslur fyrir efni þeirra, sem miðlað er um félagsmiðla og leitarvélar. Jafnframt skulu þeir hafa nánara samstarf við miðlana um notkun algríma og miðlun fjölmiðlaefnis að viðlögðum sektum. Vafalaust munu mörg önnur ríki fylgjast með þessari tilraun af áhuga.