*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 27. febrúar 2019 11:04

Fjölmiðlaathygli framar samningsvilja?

Eigandi Center Hotels segir Eflingu vera í „rógsherferð" gegn hótelrekendum og efast um að vili sé til samninga hjá Eflingu.

Ritstjórn
Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Haraldur Guðjónsson

„Það fer ekki framhjá neinum að Efling og VR hafa valið að beina spjótum sínum að hótelum einkum á höfuðborgarsvæðinu og beitt þeirri aðferð að koma af stað rógsherferð,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), og framkvæmdastjóri og eigandi Center Hotels í bréfi til félagsmanna FHG í tilefni af aðalfundi samtakanna á morgun. 

„Ekki eru mörg dæmi um þessi vinnubrögð í kjarabaráttu – en hafa þó sést á öðrum vettvangi. Vafalaust munu þeir 8.000 Eflingarfélagar sem flestir eru vel meinandi Íslendingar greiða atkvæði með því að senda 700 erlendar konur í verkfall,“ segir Kristófer um verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki sem sinnir þrifum og frágangs herbergja á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar lýkur á fimmtudagskvöld og verði hún samþykkt munu vinnustöðvun hefjast að morgni 8. mars og standa fram á kvöld.

Kristófer bendir á að aðgerðirnar veki talsverða athygli en óljóst sé hve mikil raunverulegan þrýsting þau skapi, enda hótelin lítill hluti íslensk vinnumarkaðar. „Þetta virðist snúast meira um fjölmiðlaathygli og stjórnmálaáhuga verkalýðsrekenda en raunverulegan vilja til að ná samningum,“ segir Kristófer.

Hann segir að viðbrögð við því sem hann kallar „rógsherferð Eflingar“ verði rædd á fundinum sem fer fram síðdegis á morgun.