Fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch tapaði 1,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi. Á sama tíma á síðasta ári voru tekjurnar 683 milljónir bandaríkjadala.

Til stóð að kljúfa fyrirtækið í tvennt, aðskilja dagblaðareksturinn frá kvikmyndaframleiðslunni. Allar slíkar áætlanir voru settar á ís þegar ásakanir um símahleranir fjölmiðlamanna hjá fyrirtækinu komust í hámæli.

Í ársfjórðungsuppgjörinu má meðal annars finna 2,9 milljarða færslu fyrir rekstraraðgerðir og enduruppbyggingu innan fyrirtækisins. Ef marka má breska ríkisútvarpið BBC hafa margir í kjölfarið álitið að nú sé komið að fyrirætluðum aðskilnaði.

Ef að því verður mun annar hluti fyrirtækisins innihalda 20th Century Fox, framleiðslufyrirtækið, og Fox broadcasting network. Í hinum hlutanum verður útgáfa fyrirtækisins; the Wall Street Journal, the Times, the Sun, the Australian, the New York Post og útgáfufyrirtækið HarperCollins.