News Corp., fjölmiðlarisi Ruperts Murdochs, hagnaðist um 642 milljónir dala síðustu þrjá mánuði ársins 2010. Þetta kemur fram á vef félagins.

Reikningstímabilið er frá 1.júlí til 31. júní ár hvert og lauk því öðrum ársfjórðungi hjá félaginu um áramótin.  Hagnaður tímabilsins er 153% hærri en á sama tímabili árið á undan. Vert er þó að hafa í huga að málaferli settu svip sinn á afkomuna þá auk fleiri atriða.

News Corp. gefur m.a. út The Wall Street Journal, New York Post, The Sun, The Sunday Times, The Times og Daily Telegraph. Einnig rekur félagið Fox sjónvarpsstöðvarnar auk þess að eiga 39% hlut í bresku Sky sjónvarpsstöðvunum og bíður niðurstöðu breska stjórnvalda hvort félagið megi taka Sky yfir að fullu. Einnig hóf félagið útgáfu á netdagblaðinu The Daily í dag.

Hér má sjá tilkynningu News Corp .