Ákæra á hendur Eyjólfi Sveinssyni, Sveini R. Eyjólfssyni og átta öðrum aðilum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Eru þeir ákærðir fyrir stórfelld fjársvik og vanskil á staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákæran er í níu liðum og varðar rúmlega 120 milljónir króna, en málið verður tekið fyrir í haust.

Er m.a. ákært fyrir umboðssvik, virðisaukabrot og brot á lögum um meðferð opinberra gjalda. Meint brot eru sögð framin í rekstri Dagprents, Markhússins-markaðsstofu, Nota Bene, Info skiltagerðar, Póstflutninga, vísis.is, Fréttablaðsins og ÍP-prentþjónustunnar.