Fjölmiðlafyrirtækið 365 er ekki til sölu og engra breytinga er að vænta á eigendahópi félagsins á næstunni, segir Ari Edwald, forstjóri félagsins. „Rekstraráætlanir félagsins hafa gengið eftir á þessu ári og gott betur. Það á ekki síst við um Fréttablaðið, sem hefur náð betri árangri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir á þessu ári,“ sagði í Ari Edwald í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann sagði það vera ákveðinn misskilning, sem meðal annars hefur birst á vefsíðunni eyjan.is, að Landsbankinn hefði einhvern umráðarétt yfir félaginu. „Það hefur ekkert breyst hjá okkur. Reksturinn gengur vel og að fullu í samræmi við áætlanir.“