Í helgarblaði Viðskiptablaðsins, sem kemur út á föstudögum, er ávallt að finna fjölmiðlapistil þar sem farið er yfir vinnubrögð fjölmiðla í liðinni viku.

Ólafur Teitur Guðnason hóf að rita pistlana árið 2004 og hafa þeir náð miklum vinsældum síðan. Ólafur Teitur hefur nú hafið störf á nýjum starfsvettvangi en við pennanum tók Andrés Magnússon, blaðamaður Viðskiptablaðsins og einn af reyndustu blaðamönnum landsins.

Til kynningar mun vb.is hér birta kafla úr pistli vikunnar:

Viðtalinu lauk á því að Hilda Jana spurði nokkuð hróðug: „Er Akureyrarbær að skapa sér nýtt nafn sem „kynjajafnréttisbærinn?“ Bæjarstjórinn svaraði: „Við höfum alltaf verið afskaplega fylgjandi jafnrétti hér...“ og framhaldið var jafnvel enn fyrirsjáanlegra. Leiðandi spurningar blaða- og fréttamanna eru ávallt gagnrýnisverðar, ekki síst svona gildishlaðnar. Hér var svo sem ekki hundrað í hættunni og jafnvel svolítið sætt að heyra smábæjarbelginginn, en þarna kann að hafa leynst meiri frétt en fréttamaðurinn áttaði sig á.

Áskrifendur Viðskiptablaðins geta lesið fjölmiðlapistlana hér á vb.is en einnig sótt blaðið í heild á pdf skjali. Þeir sem ekki eru með aðgang að pdf útgáfu Viðskiptablaðsins geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir aðgang.