Danska byggingavörusamsteypan Bygma keypti Húsasmiðjuna árið 2011 af Framktakssjóði Íslands. Húsasmiðjan endaði í fanginu á Landsbankanum eftir bankahrunið sem seldi félagið til Framtakssjóðsins árið 2010. Bygma hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi, ekki ósvipað og Húsasmiðjan var framan af.

Snorri Halldórsson stofnaði Húsasmiðjuna árið 1956 en fjölskylda hans seldi fyrirtækið árið 2003. Lars Børge Christiansen stofnaði Bygma fjórum árum fyrr, eða árið 1952, og sat í stjórn félagsins allt þar til á síðasta ári.

Sonur hans, Peter H. Christiansen, stýrir fyrirtækinu í dag. Christiansen-fjölskyldan er í 22. sæti yfir ríkustu fjölskyldur Danmerkur samkvæmt úttekt Berlingske.

Auður fjölskyldunnar er metinn á um 5,7 milljarða danskra króna, um 120 milljarða íslenskra króna. Rekstur Bygma hefur gengið vel undanfarin ár og stefnir í metveltu í fyrra. Um 2.400 manns starfa hjá fyrirtækinu, sem er með verslanir víða á Norðurlöndunum.

Nánar er fjallað um erlenda auðmenn á Íslandi í tímariti Frjálsrar verslunar. Hægt er að gerast áskrifandi hér .