Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 6. október kl. 14-16 í tilefni af Kínverskri menningarhátíð í Kópavogi. Í boði verður fjölbreytt dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar.

Félagar úr Loftfimleikaflokki Wuhan leika listir sínar og heimskunnir kínverskir listamenn úr Þjóðlagahljómsveit Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan flytja kínverska tónlist í bland við íslenska. Úr Kópavogi koma félagar úr Skólahljómsveit Kópavogs og leika kínversk lög, Gerpla verður með fimleikasýningu, Xu Wen óperusöngkona syngur lög á íslensku og kínversku við píanóundirleik Önnur Rúnar Atladóttur og Edda Margrét Erlendsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti Söngkeppni SAMFÉS 2007 tekur lagið. Trúðarnir Búri og Bína syngja vinsæl barnalög og leikarar úr Þjóðleikhúsinu sýna brot úr söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson. Þá mun Félag Kínverja á Íslandi

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.