Herdís Dröfn Fjeldsted tók við af Brynjólfi Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands um mánaðamótin. Herdís lauk B.Sc. prófi í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík i janúar 2004 og meistaraprófi í fjármálum frá sama skóla í janúar 2011. Hún hefur einnig lokið námi í verðbréfaviðskiptum. Herdís hefur unnið hjá Framtakssjóðnum frá því í september 2010.

Hún er  uppalin í Sandgerði og byrjaði ung að vinna fyrir sér. "Ég vann á sumrin i fiski eins og var eðlilegt á þeim tíma. Ég vann líka hjá Icelandair og þegar ég var í námi þá vann ég þar á sumrin," segir Herdís. Hún hlaut alla sina menntun hérlendis en bjó i Oklahoma í Bandaríkjunum, ásamt þáverandi sambýlismanni sínum, á árunum 1997 til 1999. "Þá var ég með lítinn strák og var að hugsa um hann á þeim tíma," segir hún. ´

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð