Lilja Pálsdóttir var nýlega ráðin til Markaða Landsbankans en hún starfaði áður hjá Arion banka við gjaldeyris- og afleiðumiðlun í markaðsviðskiptum.

„Ég var opin fyrir nýjum tækifærum en ég var búin að vera í fæð- ingarorlofi í nokkra mánuði. Mig grunaði að það hefði losnað staða í Landsbankanum þegar ég frétti að Kristín Erla Jóhannsdóttir hefði tekið við stöðu forstöðumanns Eignastýringar Landsbankans. Ég sá mér leik á borði og ákvað að sækja um hennar gamla starf. Ég er í raun að færa mig úr miðlun í eignastýringu og mér þótti það svolítið spennandi, að prófa að fara hinum megin við borðið“

Kósí á aðventunni

Lilja segir að flest kvöld sé hún í faðmi fjölskyldunnar. „Núna erum við komin í svona í jólaþema, við erum að skreyta og baka. Við erum líka með mjög skemmtilega hefð þar sem við höfum svona aðventukvöld á aðventusunnudögunum. Þá kveiki ég á aðventukertunum og við erum alltaf með heitt kakó og smákökur.

Við sitjum síðan og spilum fram eftir kvöldi og þá fá allir að vera með, sama hvað þeir eru gamlir. Maður er þá svolítið þreyttur á mánudagsmorgnum en það er allt í lagi í desember,“ segir Lilja. „Það er svo gott að eyða tíma með börnunum þar sem maður er ekki bara að þvo þvott, ganga frá og segja öllum að læra heima og fara í háttinn.“

Nánar er talað við Lilju í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .