Enginn merki er að finna um samdrátt á breska fasteignamarkaðnum en tölur frá Samtökum breskra bankamanna fyrir nóvembermánuð sýna aukningu fasteignalána á milli mánuða.

Samtals var lánað 21.4 milljarða breskra punda til fasteignakaupa en í októbermánuði námu heildarútlánin 18.9 milljörðum punda. Umsvifin á fasteignamarkaðnum voru meiri en í ágústmánuði í fyrra en það var metmánuður en þá var lánað 20.8 milljörðum til fasteignaviðskipta.

Talið er að þessar tölur auki líkurnar á að Englandsbanki hækki vexti á næstunni aftur á næstunni en stjórnendur bankans hafa hækkað vaxtarstigið tvisvar síðan í haust.