Fjölmennt var á stórri ráðstefnu til tveggja daga sem Marorka efndi til í Bláa lóninu á dögunum um orkustjórnun í skipum. Marorka bauð um tuttugu helstu viðskiptavinum sínum til ráðstefnunnar. Þetta var fyrsta skiptið sem Marorka býður viðskiptavinum sinna til svo stórrar ráðstefnu en þær hafa verið minni í gegnum tíðina.

Bæði eru þetta fulltrúar íslenskra útgerða og skipaflutningafyrirtækja á borð við Eimskip. Þá koma fulltrúar tíu af umsvifamestu útgerðum í heimi. Samanlagt ráða þær yfir nokkuð hundruð skipum.

Gestir frá útgerðunum erlendu eru að mestu frá Evrópu, m.a. frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og Grikklandi.

„Þetta er eiginlega okkar Fanfest,“ segir Kristinn Aspelund, sölu- og markaðsstjóri Marorku í samtali við VB.is.

Ráðstefnan hófst 11. september síðastliðinn. Þessi fyrsti dagur var tileinkaður gestafyrirlesurum ásamt kynningum frá starfsmönnum Marorku og þar var meðal annars fjallað um ýmsar nálganir á orkustjórnun og tekin voru fyrir „case studies“. Í lok dags fóru svo fram pallborðsumræður undir stjórn Bengt-Olof Petersen (Chalmers) um framtíð orkustjórnunar í skipaiðnaðinum. Í panelnum sátu Petter Jønvik (Wilh. Wilhelmsen), Jörn Springer (Hapag-Lloyd) og Dr Jón Águst Þorsteinsson (Marorka).

Að sjálfsögðu var slegið á létta strengi að ráðstefnunni lokinni. Farið var í Bláa Lónið að loknum degi eitt. Gestir ráðstefnunnar borðuðu svo kvöldmat á KEX Hostel í afslöppuðu umhverfi og þar hélt Brynjar Karl Sigurðsson frá Key Habits meðal annars skemmtilegan hópeflisfyrirlestur.

Á seinni deginum var haldið svokallað „unconference“ workshop ( http://en.wikipedia.org/wiki/Unconference ). Þar var gestum skipt í hópa og tók hver hópur fyrir umræðuefni sem lögð voru til af þeim sjálfum.

Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Unnið í vinnuhópi. Hér má sjá þá Joe Borg (CGG), Pär Brandholm (Laurin Maritime), Anders Lenning (Wilh. Wilhelmsen), Steindór E Sigurðsson (Marorku), Guðmundur Freyr Atlason (Marorku) og Petter Jønvik (Wilh. Wilhelmsen).

Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Geir Axel Oftedahl frá Jötun.

Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Kristinn Aspelund, sölu og Markaðsstjóri Marorku.

Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
Frá ráðstefnu Marorku í Bláa lóninu. VB MYND / Þórey Inga Helgadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Fundarstjórinn Davíð Lúðvíksson á fyrsta degi ráðstefnunnar.

Stjórnendur og starfsmenn Marorku skemmta sér að ráðstefnu lokinni. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
Stjórnendur og starfsmenn Marorku skemmta sér að ráðstefnu lokinni. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Madeleine Engelhardt (Offen) og Jón Ágúst Þorsteinsson (Marorku)

Starfsfólks, stjórnendur og viðskiptavinir Marorku skemmta sér. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
Starfsfólks, stjórnendur og viðskiptavinir Marorku skemmta sér. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Zois Dagkaris (Euronav Ship Management) og Jörn Springer (Hapag-Lloyd) skemmtu sér á Kex Hostel.

Starfsfólks og viðskiptavinir Marorku skemmta sér. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
Starfsfólks og viðskiptavinir Marorku skemmta sér. VB MYND / Sirrý Klemenzdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir og Þórey Inga Helgadóttir frá Marorku.