Líkt og VB.is greindi frá fyrr í mánuðinum eru svokallaðar bílaleigumiðlanir að ryðja sér til rúms á Íslandi. Nú eru fjórir aðilar á markaðnum sem hafa milligöngu um leigu á bílum í eigu einstaklinga, en stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur opnað spennandi tækifæri á markaðnum á þessu sviði.

Sölvi Melax heldur úti starfsemi undir merkjum VikingCars og segir í samtali við Markaðinn á Fréttablaðinu að starfsemin hafi farið vel af stað og tækifærin séu mikil.

„Sá bill sem var mest leigður var leigður 26 daga í ágúst af fyrstu 28 dögunum. Þannig að það er gríðarlega mikill markaður fyrir þetta. Og við leggjum áherslu á að enginn bíll sé skráður á síðuna nema að tryggingarmálin séu algjörlega í lagi,“ segir Sölvi í samtali við Markaðinn.

Þá segir hann að helsti hagur sem leigusalar hafi af þessu sé sá að þeim opnist möguleiki til að auka ráðstöfunartekjur sínar og þannig aukið líkur sínar á að geta keypt nýrri bíl.