Fjórar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í júnímánuði. Samtals var 123 einstaklingum sagt upp í þeim, sem koma til með að missa vinnuna á tímabilinu ágúst 2011 til janúar 2012, eftir lengd uppsagnarfrests.

HB Grandi
HB Grandi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Í frétt á vef Vinnumálastofnunar segir að tilkynningarnar séu frá fyrirtækjum í verslun, fiskvinnslu, fræðslustarfsemi og menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi. Þrjár eru frjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og ná þær til 112 manns og ein frá fyrirtæki á Vestfjörðum þar sem störfuðu 11 manns.

Aðeins er um að ræða hreinar uppsagnir í einu tilviki, en í tveimur tilvikum er um endurskipulagningu að ræða og líkur á að stór hluti þeirra starfsmanna verði boðin endurráðning, og í einu tilviki er um að ræða sölu fyrirtækis úr þrotabúi og er reiknað með að starfsmenn verði endurráðnir að hluta eða öllu leyti hjá nýjum rekstraraðila.