Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík í þarsíðustu viku.

Fjórir nýjar konur komu inn í stjórnina. Þær Bryndís Hlöðversdóttir frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og Heiðrún Jónsdóttir frá Gildi lífeyrissjóði voru kosnar til þriggja ára en Kristbjörg Stephensen og Ásgerður Pálsdóttir til tveggja ára. Út úr stjórninni fóru þeir Friðbert Traustason, Sigurður Bessason og Helgi Magnússon. Gunnar Baldvinsson var endurkjörinn formaður sem og varaformaðurinn Haukur Hafsteinsson.

Aðrir í stjórn eru þau Arnar Sigurmundsson, Guðrún Guðmannsdóttir og Þorbjörn Guðmundsson.