Heilsuræktarstöðin World Class er í mikilli sókn um þessar mundir; fjórar nýjar stöðvar hafa verið opnaðar á mánaðartímabili og tvær aðrar eru í pípunum. Danski markaðurinn reynist fyrirtækinu erfiður en World Class ætlar þó ekki að gefa hann eftir og hyggst bjóða frændum vorum upp á gæða heilsurækt.

Áramótin eru gjarnan notuð sem átylla til að koma sér í form og rjúka landsmenn iðulega upp til handa og fóta um hver áramót og kaupa sér líkamsræktarkort í stórauknum mæli. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class ættu að vera vel í stakk búin fyrir þessa aukningu.

Fyrirtækið er því í miklum vexti og hefur tryggt sér góða stöðu á íslenska líkamsræktarmarkaðnum. World Class lætur sér þó litla Ísland ekki duga og hefur rekið líkamsræktarstöðvar í Danmörku um nokkra hríð. Björn segir markaðinn í Danmörku vera nokkuð þungan en þau hyggist ekki gefa hann eftir til lágvörukeðja sem veiti þeim harða samkeppni.

Á miðopnu Viðskiptablaðsins í dag er nánari úttekt um World Class og þar er rætt við þau Björn og Hafdísi, eigendur World Class.

Hægt er að nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir hann.