Samkvæmt nýrri vísitölu sem mælir lífsgæði og tækifæri til velgengni er Ísland í fjórða sæti. Vísitalan, sem nefnist Social Progress Index, mælir m.a. hvernig land mætir lífsþörfum fólks með heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og öryggi auk þess sem aðgangur fólks að grunnupplýsingum og samskiptum er mældur. Þá eru einnig persónuleg réttindi, val og umburðarlyndi fólks gerð skil í vísitölunni.

Á listanum er Ísland efst á lista þegar kemur að aðgengi fólks að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og aðgangi að grunnupplýsingum. Þá segir í umfjöllun um Ísland á vefsíðu vísitölunnar að landið nær ekki jafn hátt í stuðli þeirra um sjálfbærni vistkerfis og gæti gert betur til að mæta aðgangi að æðri menntun.

Noregur er í fyrsta sæti á listanum, Svíþjóð í öðru sæti og Sviss er í þriðja sæti. Hér má sjá listann í heild sinni.