Hönnun á nýjum Herjólfi hófst í ágúst í sumar og er gert ráð fyrir að henni ljúki í febrúar, eða eftir rúma þrjá mánuði. Hönnunin var boðin út og fékk norska fyrirtækið Polarkonsult í Harstad í Norður-Noregi verkið.

Skipið sem nú siglir milli lands og Vestmanneyja var smíðað í Simek-skipasmíðastöðinni í Flekkefjord í Suður-Noregi árið 1992 og hóf áætlunarsiglingar í júní það ár. Nýja skipið, sem verið er að hanna í Harstad, er fjórði ferjan, sem bera mun nafnið Herjólfur.

Teikningin hér að neðan sýnir útlit nýja skipsins. Skipin eru nefnd eftir Herjólfi Bárðarsyni, landnámsmanni sem bjó í Herjólfsdal. Herjólfur fyrsti kom til Eyja árið 1959, Herjólfur annar hóf siglingar árið 1976 og Herjólfur þriðji árið 1992, eins og áður sagði, en það kostaði á sínum tíma 1.100 milljónir króna. Vonast er til að Herjólfur fjórði komi til landsins í lok árs 2016.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

nýr Herjólfur
nýr Herjólfur