Velta í farþegaflutningum milli landa með flugi var 25% lægri í júlí-ágúst 2019 en á sama tímabili 2018. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um virðisaukaskattskylda veltu í júlí-ágúst 2019.

Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára og dróst saman um aðeins 0,4% frá júlí-ágúst 2018 til sama tímabils 2019.

Töluverð aukning var í veltu sjávarútvegsfyrirtækja og tengdum greinum eða um tæp 17% meiri í ára en í júlí-ágúst 2018. Þá jókst á sama tíma velt í heild- og umboðsverslun með fisk um 18,2%.

Mestur samdráttur á milli ára var í veltu í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja sem var 13,6% minni í júlí-ágúst 2019 en á sama tímabili í fyrra. Þá var um 12,6% samdráttur í veltu fyrirtækja í flutningum og geymslum milli sömu tímabila.