Veltuaukning í smásöluverslun í síðasta mánuði var í sumum vöruflokkum fjórðungi meiri en í sama mánuði ári fyrr. Má þar nefna húsgögn, byggingarvöru og snjallsíma.

Þetta kemur fram í tölum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hafa birt, og segja þeir veltuaukninguna greinileg merki um kaupmáttaraukningu.

Reglubreytingar skekkja samanburð

„Matur og drykkur var heldur ekki skorinn við nögl því velta dagvöruverslana var 9,1% meiri en í september í fyrra og velta áfengisverslana var 30% meiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í fréttatilkynningunni, sem tekur þó fram að áfengissalan í lítrum talið jókst um 15,7% milli ára.

„Kippur varð í fataverslun í september, sem var 8,3% meiri en í september í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum 14,8%. Magnaukningin orsakast af því að verð á fötum var 5,7% lægra en í samanburðarmánuðinum í fyrra. Þetta skýrist væntanlega aðallega af afnámi tolla á föt um síðustu áramót.“

Hafa verður í huga við samanburð á veltu áfengis milla ára að kerfisbreytingar sem urðu um síðustu áramót á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi veldur skekkju þegar horft er á vöxt án virðisaukaskatts.