Stefnt er að því að 25-28% hlutafjár N1 verði boðin til sölu í útboði, sem haldið verður í aðdraganda skráningar félagsins. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu. Uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung er kynnt í dag. Samkvæmt uppgjörinu nemur hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins um 800 milljónum króna.

Stefnt er á að hlutabréf N1 verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands fyrir lok ársins. Fyrirhugað er að útboðið á fyrrgreindum hlut í félaginu fari fram í tveimur hlutum, A hluta, þar sem 10% af útgefnu hlutafé félagsins verður boðið til sölu á föstu verðbili, og B hluta, þar sem 15-18% hlutafjár verður boðið til sölu með uppboðsfyrirkomulagi.

Tilgreint verður lágmarksverð í B hluta, en ekkert hámarksverð.