Nýleg rannsókn Hagstofu Íslands um kaup fyrirtækja á auglýsingum á netinu leiddi í ljós að helmingur íslenskra fyrirtækja með að lágmarki 10 starfsmenn greiddu fyrir auglýsingar á netinu árið 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Að meðaltali var fjórðungi birtingarkostnaðar varið til auglýsingakaupa hjá erlendum fyrirtækjum.

Rannsóknin var lögð fyrir 959 fyrirtæki með að lágmarki 10 starfsmenn, í þeim atvinnugreinum sem upplýsingatæknirannsóknir ná yfir samkvæmt aðferðafræði Hagstofu Evrópusambandsins, svarhlutfallið var 80%. Fleiri niðurstöður úr rannsókn á upplýsingatækninotkun fyrirtækja verða birtar síðar.