Í nýrri skýrslu Íslandsbanka kemur fram að bankinn hafi styrkt stöðu sína í íslenskri ferðaþjónustu. Á síðustu tveimur árum hafa 25% af  heildarupphæð nýrra lána verið til greinarinnar.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eru í viðskiptum við bankann eru yfir 500 talsins og í árslok 2015 voru lán til fyrirtækja í ferðaþjónustu 17% af lánasafni bankans.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun þá spáir Íslandsbanki að ferðamönnum til landsins muni fjölga um 29% milli ára. Ef spá bankans gengur eftir þá mun fjöldi ferðamanna vera tæplega fimmfaldur fjöldi búsettra á Íslandi á árinu, eða um 30 þúsund ferðamenn á degi hverjum.