Um fjórðungur Bandaríkjamanna í miðstétt eru nú orðnir svo svartsýnir um sparnað sinn að þeir hyggjast fresta því að setjast í helgan stein þangað til þeir verða 80 ára gamlir – um tveimur árum lengur en sem nemur væntum meðallífaldri vestra.

Í frétt CNN kemur fram að að fyrir marga Bandaríkjamenn sé þetta í raun óhjákvæmilegt; samkvæmt nýrri eftirlaunakönnun Wells Fargo á 1.500 Bandaríkjamönnum úr millistétt ((á aldrinum 20-80 ára) átti meðalmaðurinn sparnað upp á 25 þúsund dali á meðan takmarkið var um 350 þúsund dalir.

Um 30% fólks á sjötugsaldri áttu minna en sem nam 25 þúsund dölum í lífeyrissparnað. Þrír af hverjum fjórum reiknuðu með að þurfa að vinna fram yfir eftirlaunaldur og um 25% töldu sig þurfa að vinna þangað til þeir yrðu a.m.k. 80 ára áður en þeir gætu sest í helgan stein með sómasamlegum hætti.