Skötuát á Þorláksmessu eykst með hækkandi aldri en 88.400 Íslendingar hyggjast borða skötu á Þorláksmessu. Í mörgum fjölskyldum þykir skata á Þorláksmessu ómissandi hluti jólaundirbúnings. Ýmis húsráð og snjallræði fylgja eldamennskunni enda lyktin ekki eins vinsæl og fiskurinn sjálfur.

Þetta eru niðurstöður könnunar MMR en 40,5% aðspurðra sögðust í könnuninni ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Miðað er við aldursbilið 18-67 ára. Könnunin var framkvæmd dagana 7.-11. desember og svöruðu 877 einstaklingar.