Fjórðungur þeirra sem taka afstöðu myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttir, formann Vinstri grænna, sem forseta. Hún nýtur langsmest fylgis. Skoðanakönnunin var framkvæmd af Fréttablaðinu en þegar könnunin var um það bil hálfnuð þá tilkynnti Katrín að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér. Það virðist þó ekki hafa breytt afstöðu fólks til spurningarinnar.

Vigfús Bjarni Albertsson nýtur næst mests fylgis, eða 12% og fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson nýtur 11% fylgis.

Aðrir sem komust á blað voru Andri Snær Magnússon (5%), Davíð Oddsson (4%), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (3%) og Össur Skarphéðinsson (2%).