Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá fjórði í röðinni af formönnum stjórnmálaflokka sem greinist með alvarleg veikindi í formannstíð sinni - á fáeinum árum.

Geir lýsti því yfir í dag að hann hefði nýverið greinst með illkynja æxli í vélinda.

Áður hafa þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins þurft að fara í veikindaleyfi á meðan þau gegndu viðamiklum embættum í stjórnmálum.

Ingibjörg Sólrún hefur sem kunnugt er glímt við æxli í höfði í vetur en von er á henni til landsins í dag - eftir meðferð í Stokkhólmi.

Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra, fór í veikindaleyfi á seinni helmingi ársins 2004 vegna m.a. æxlis í nýra og meins í skaldkirtli.

Þá fór Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í veikindaleyfi haustið 2002 vegna meins í blöðruhálskirtli.