Töluverð velta var með skuldabréf í dag og hækkaði skuldabréfavísitalan GAMMA (GBI) um 0,4% í 21,1 milljarða króna viðskiptum.

Þetta kemur fram í daglegu yfirliti GAMMA en dagurinn í dag er sá fjórði veltumesti á þessu ári.

Þá hefur GBI hækkað um 2% á einni viku en 6,2% á einum mánuði.

Verðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAi, hækkaði um 0,5% en velta með verðtryggð bréf nam um 12,2 milljörðum króna. Þannig hefur GAMMAi hækkað um 2,3% á einni viku og 6,9% á einum mánuði.

Velta með óverðtryggð skuldabréf nam um 6,2 milljörðum króna í dag og óverðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAxi, hækkaði um 0,2%. Þá hefur GAMMAxi, hækkað um 1,3% á einni viku og 4,6% á einum mánuði.