Á nýliðnu ári keyptu Íslendingar bíómiða fyrir tæpa 1,5 milljarða króna og voru alls keyptir 1,34 milljónir bíómiða eða rúmir fjórir á hvern Íslending samkvæmt nýjustu tölum FRISK (Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði). Þegar litið er aftur í tímann sést að þróunin í aðsókn Íslendinga að kvikmyndahúsum hefur tekið hægum breytingum niður á við í gegnum árin.

Aðsóknin núna er þremur prósentum minni en árið 2005 og rúmum tuttugu prósentum minni en árið 2009 þegar tæplega 1,7 milljónir bíómiða seldust á Íslandi. Tekjur kvikmyndahúsanna hafa einnig dregist saman um sjö prósent að raunvirði frá árinu 2005 en tekju- og aðsóknarmesta tímabil síðastliðinna ára var á árunum 2008-2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .