Fjórir starfsmenn Arion banka (áður Kaupþing) tilkynntu í byrjun vikunnar að þeir hefðu sagt upp starfi sínu og hefja störf hjá skilanefnd Landsbankans. Þetta eru þau Signý Sigurðardóttir, Ellert Guðjónsson, Kjartan Gíslason og Rósa Aðalsteinsdóttir.

Það er ekki tilviljun að þessir starfsmenn ákveða að feta í fótspor Jakobs Bjarnasonar, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Arion sem fór yfir til skilanefndar Landsbankans. Í Arion störfuðu þau í sömu deild og Jakob og því má segja að starfsmennirnir eru að elta sinn gamla yfirmann. Jakob er sagður vera hæfur bankamaður, sem haldi vel utan um erfið skuldamál, og hefur viljað hafa fólk sem hann þekkir í kringum sig á nýjum vinnustað.