Sigurveig Guðmundsdóttir, FME
Sigurveig Guðmundsdóttir, FME
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Við skipulagsbreytingar hjá Fjármálaeftirlitinu var framkvæmdastjórum sviða fækkað úr fimm í þrjá og voru stöður framkvæmdastjóra þriggja nýrra eftirlitssviða auglýstar. Aðeins einn af fyrri fimm framkvæmdastjórum var ráðinn, Halldóra E. Ólafsdóttir, auk Sigurveigar Guðmundsdóttir (á mynd), sem áður var forstöðumaður hjá FME. Einn nýr framkvæmdastjóri var ráðinn utan frá til eftirlitsins.

Því liggur fyrir að fjórir fyrrverandi framkvæmdastjórar FME hafa misst stöður sínar við skipulagsbreytingarnar. Þeim hefur verið boðið að starfa áfram hjá FME en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu liggur ekki fyrir að svo stöddu hvort þeir munu þiggja þann kost eða kjósa að leita á önnur mið.