Fjórir fjárfestahópar hafa lagt fram tilboð í fasteign og rekstur Hótel Sögu, en talið er að heildarkaupverð muni nema um fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í DV .

Þar kemur fram að þeir sem lagt hafi fram tilboð sé hópur fagfjárfesta sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance setti saman, fjárfestar tengdir Kea hótelum, sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir og svo fagfjárfestar sem Straumur fjárfestingabandi stendur að baki.

Sindri Sigurgeirsson, stjórnarformaður Bændasamtaka Íslands, segir í samtali við DV að það sé ánægjulegt að sjá þennan áhuga sem fjárfestar hafi sýnt hótelinu. Það verður í höndum Búnaðarþings, sem haldið verður 1. mars næstkomandi, að ákveða hvort fallist verði á það kauptilboð sem stjórn Bændasamtakanna mun gera tillögu um að samþykkja á þinginu.