*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 5. maí 2008 07:30

Fjórir nýir sendar Vodafone á Ströndum gangsettir

Ritstjórn

Fjórir nýir GSM sendar frá Vodafone voru gangsettir á Ströndum og nágrenni í gær. Sendarnir bæta verulega GSM samband á svæðinu.

Enn á þó eftir að setja upp tvær GSM stöðvar áður en uppbyggingu Vodafone á svæðinu lýkur, en þar til nýlega var ekkert samband á stærstum hluta svæðisins. Stefnt er að uppsetningu þeirra á næstu vikum.

GSM þjónusta Vodafone nær nú til 98% landsmanna, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.