Fjórir fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum hafa náð yfir 40% ávöxtun á tólf mánaða tímabili, frá byrjun ágúst 2012 til byrjun ágúst 2013.

Samkvæmt upplýsingaveitunni Keldan.is nemur ávöxtun Hlutabréfasjóðsins hjá Íslandssjóðum um 44,6%. Innlend hlutabréf, sjóður Júpíters, hefur náð um 42,2% ávöxtun, ÍS 15 sjóður Stefnis hefur náð um 40,4% ávöxtun á síðastliðnum ári og ávöxtun Hlutabréfasafns Íslenskra verðbréfa er einnig um 40,4%. Miklar hækkanir hafa einkennt kauphöllina það sem af er ári, einkum á fyrstu mánuðum ársins.

Úrvalsvísitalan stóð í um 1.060 stigum í byrjun árs en er nú yfir 1.210 stig, eða rúmlega 14% hærri en um áramót.