Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hafa fjórir sparisjóðir lagt inn umsóknir til fjármálaráðuneytisins um sérstakt stofnfjárframlag frá ríkinu. Sjóðirnir sem hér um ræðir eru Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Keflavíkur, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur.

Þá munu fleiri sjóðir vara í þann veginn að ganga frá umsóknum og má þar nefna Byr sparisjóð, Sparisjóð Þórshafnar, Sparisjóð Svarfdælinga á Dalvík og Sparisjóð Höfðhverfinga á Grenivík.

Í neyðarlögunum var gert ráð fyrir að sparisjóðirnir gætu fengið sem svaraði 20% stofnfjárfjárframlag frá ríkinu, rétt eins og viðskiptabankarnir. Það jafngildir um 25 milljörðum króna miðað við stofnfé sjóðanna í árslok 2007.