Fjórir til sjö hugsanlegir kaupendur eru að Iceland Express og hafa þeir óskað eftir nánari upplýsingum um félagið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Seljandinn, eignarhaldsfélagið Fons, réð Kaupþing banka til þess að finna kaupendur að Iceland Express þegar ljóst varð að samningar hefðu náðst við FL Group um að kaupa Sterling-flugsamstæðuna fyrir 15 milljarða króna og að greitt yrði að hluta til með bréfum í FL Group, samkeppnisaðila Iceland Express.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.