*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 16. maí 2016 13:02

Fjórtán kílómetra göng að BSÍ

Samkvæmt áætlunum um hraðlest verða gerð göng frá Straumsvík að umferðarmiðstöðinni við Hringbraut.

Trausti Hafliðason

Reiknað er með því að hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og BSÍ fari í sína jómfrúarferð snemma árs 2024. Lestarteinarnir verða samtals 49 kílómetra langir, þar af er gert ráð fyrir um það bil 14 kílómetra jarðgöngum frá Straumsvík að BSÍ við Hringbraut. Runólfur Ágústsson, hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun, sem leitt hefur verkefnið segir að göngin verði tiltölulega einföld.

„Þetta verður miklu einfaldari framkvæmd en til dæmis Hvalfjarðargöngin voru," segir hann. „Það er ekki gert ráð fyrir því að lestir mætist en samkvæmt reglum Evrópusambandsins þarf að gera ráð fyrir neyðarútgöngum á 800 metra fresti."
Runólfur segir að verkefnið sé unnið í mjög nánu samstarfi við sveitarfélögin.

„Öll fjögur sveitarfélögin á Suðurnesjum, sem koma að málinu, hafa samþykkt fyrir sitt leyti samstarfssamning um skipulagsmál," segir hann. „Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur afgreitt samninginn og sent til sveitarfélaganna, þar sem hann bíður afgreiðslu. Þessi samningur felur ekki í sér neinn beinan kostnað fyrir sveitarfélögin og það er ekki verið að biðja um neinar ábyrgðir. Reykjavíkurborg lagði á sínum tíma nokkrar milljónir í verkefnið sem verður væntanlega breytt í hlutafé."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is