Af þeim 194 stjórnarmönnum eftirlitsskyldra aðila, sem farið hafa í viðtal hjá ráðgjafarnefnd um hæfi stjórnarmanna, hafa fjórtán fengið þá umsögn að þekking þeirra væri ófullnægjandi. Kemur þetta fram í Fjármálum, sem gefið er út af Fjármálaeftirlitinu. Við mat á þekkingu stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, vá­ tryggingafélaga og lífeyrissjóða getur Fjármálaeftirlitið óskað eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanna.

Á tímabilinu frá 2010 til 2014 hafa 194 stjórnarmenn farið í við­ tal hjá ráðgjafarnefndinni. Af þeim reyndist þekking 180 stjórnarmanna fullnægjandi og þekking 14 stjórnarmanna ófullnægjandi að mati ráðgjafanefndarinnar. Reynist þekking aðila ófullnægjandi er algengast að viðkomandi segi sig í kjölfarið úr stjórn eftirlitsskylds aðila að eigin frumkvæði. Einnig hefur komið til þess að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki stjórnarmanni úr stjórn viðkomandi aðila.