Fiskistofa svipti fjórtán skip veiðileyfi í júlí. Þrjú skip voru svipt veiðileyfi vegna afla umfram aflaheimildir; en það eru Fönix ST, Sæljós GK og Örn KE. Frá þessu er greint á ruv.is.

Þau fá veiðileyfi á ný þegar þau hafa leiðrétt aflamarksstöðu sína. Þá voru ellefu skip svipt vegna vanskila á afladagbókum. Þau skip fá veiðileyfi aftur þegar þau hafa skilað dagbókunum.