Fjórtán tilboð bárust í ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans. Einkavæðingarnefnd voru kynnt tilboðin á fundi í gærmorgun en frestur til að skila inn tilboðum rann út í fyrradag. Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og einn nefndarmanna sagði að tilboð hefðu borist bæði frá innlendum og erlendum aðilum og til stæði að velja úr þeim fljótlega upp úr mánaðamótum.