Fjórtán veitingahús verða opin á aðfangadagskvöld. Fyrir níu árum voru aðeins sex veitingahús opin og því breyting til batnaðar fyrir þá ferðamenn sem leggja leið sína hingað til lands yfir jólahátíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Ýmislegt hefur verið gert til að koma til móts við ferðamenn og hafa þjónustuaðilar að sögn Höfuðborgarstofu rýmkað afreiðslutíma sinn. Þetta á við um sundlaugar, verslanir, söfn, Bláa lónið og fleira. Þó margt sé lokað á jóladag segir í tilkynningunni að fjölmargar ferðaskrifstofur standi fyrir skipulögðum dagsferðum þann 25. desember.