Bilun kom upp í gagnastreymi Kauphallarinnar rétt eftir klukkan þrjú í gær sem varð til þess að stöðva þurfti viðskipti á markaðnum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að í kjölfar bilunarinnar hefði þurft að fella niður fjórtán viðskipti. Bilunin var í tölvukerfi Nasdaq á Norðurlöndunum en hafði aðeins áhrif á íslenska markaðinn, þar sem aðrir markaðir höfðu þegar lokað.

Strax var unnið að lausn vandans og ættu viðskipti því að vera eðlileg í Kauphöllinni í dag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.