Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir fjórðu endurskoðun efnahagssamnings íslenskra stjórnvalda og sjóðsins næstkomandi mánudag, 10. janúar. Þetta segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi í símaviðtali við Bloomberg.

Í kjölfarið fær Ísland greiddan næsta hluta af láni AGS en hlutinn nemur 160 milljónum dala, jafnvirði um 18,7 milljarða króna.