Viðskipti hófust með bréf Avion Group í morgun í Kauphöll Íslands, á sjálfum bóndadeginum. Eftir stutt ávarp frá Þórði Friðjónssyni og Magnúsi Þorsteinssyni voru viðskiptin set í gang og ríkti nokkur eftirvænting. Hækkuðu bréf félagsins skarpt í fjörugum viðskiptum og fór gengið upp fyrir 50,90. Nú er gengið 45,30, um 18% yfir útboðsverðinu og markaðsverðmæti félagsins samkvæmt því 81 milljarðar króna.

Stutt er síðan að Avion Group fór í hlutafjárútboð og var sett verð í útboðinu 38,3. Á fyrsta klukkutímanum eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun áttu sér stað um 400 viðskipti með félagið fyrir um 2,4 milljarða kr. og hefur verðið á bréfunum sveiflast á bilinu 44,8 til 50,9. Avion Group er áttunda stærsta félagið í Kauphöll Íslands mælt út frá markaðsvirði. Markaðsvirði Bakkavarar er 88 milljarðar kr. en markaðsvirði bankanna fjögurra auk Actavis og FL Group liggur á bilinu 130 til 550 milljarðar króna eisn og bent var á í Morgunkorni Íslandsbanka.