*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 15. september 2016 13:56

Fjörukráin hagnaðist um 28,3 milljónir

Verulegur munur er á afkomu rekstrar Fjörukrárinnar milli áranna 2014 og 2015.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Fjörukráin ehf. skilaði í fyrra 28,3 milljóna króna hagnaði, samanborið við 32,6 milljóna króna hagnað árið 2014. Velta jókst um tæpar 22 milljónir króna milli ára og var í fyrra 302,3 milljónir króna. Rekstrarhagnaður án vaxa nam í fyrra 47,1 milljón króna, en var árið 2014 24,7 milljónir. Reksturinn árið 2014 léttist verulega vegna höfuðstólslækkunar gengistryggðra lána upp á 27,4 milljónir króna, en slíku var ekki fyrir að fara í fyrra.

Eignir félagsins námu um síðustu áramót 221,3 milljónum króna og þar af var eign í fasteignum metin á 74,4 milljónir. Skuldir námu samtals 147 milljónum króna og þar af voru langtímaskuldir í íslenskum krónum 119,1 milljón króna. Eigið fé félagsins var um áramótin 74,2 milljónir króna.

Allt hlutafé félagsins er í eigu Jóhannesar V. Bjarnasonar. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður af hlutafé, en ekki kemur fram í ársreikningnum hversu há arðgreiðslan eigi að verða.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is