Bandaríski innstæðutryggingasjóðurinn FDIC lokaði á föstudag fjórum bönkum, sem þýðir að sjóðurinn hefur alls lokað 84 bönkum það sem af er árinu. Tveir bankanna voru í Georgíuríki, einn í Flórída og sá fjórði í Colorado.

Sá síðastnefndi var stærstur bankanna fjögurra með um 1,3 milljarð dala í innstæðum. Í fyrra féllu 157 bankar í Bandaríkjunum og alls hafa því 406 bandarískir bankar farið á hausinn frá árinu 2008.