Fjöldi nýstofnaðra fyrirtækja í Bretlandi hefur minnkað hratt á því ári sem liðið er síðan kreppa fór að á lánsfjármörkuðum, eða um 100.000 fyrirtæki.

Óstaðfestar tölur sýna að fjöldi nýstofnaðra fyrirtækja á árinu fram til loka ágústmánaðar var 343.747, sem er um fjórðungi minna en ári áður þegar fjöldinn var 455.953 fyrirtæki.

Talið er að margir sem ætla sér að stofna fyrirtæki hafi frestað þeim áætlunum, þar sem óvissa ríkir í efnahagsmálum og fólk heldur að sér höndum. Önnur ástæða er sú að þegar herðir að á vinnumarkaði bíða margir með að stofna fyrirtæki, þar sem erfiðara gæti reynst að snúa aftur á vinnumarkaðinn ef fyrirtækjareksturinn mistekst en þegar aðstæður á vinnumarkaði eru góðar.

Á meðan færri fyrirtæki eru stofnuð í Bretlandi hefur gjaldþrotum smáfyrirtækja fjölgað.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph.