Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti, sem er í eigu almannatengilsins Andrésar Jónssonar, birti í dag lista yfir 40 Íslendinga á uppleið , sem eru fjörutíu ára og yngri, og gegna stjórnunarstöðum víða um heim.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fyrirtækið gefur út þennan lista en það hafði tvívegis áður gefið út lista yfir 40 öfluga stjórnendur undir fertugu og vonarstjörnur íslenska viðskiptalífsins.

Alls voru skoðaðir 500 manns í tengslum við valið og bárust ábendingar úr ýmsum áttum, meðal annars frá sendiherrum og starfsfólki sendiráða Íslands víða um heim. Taka skal þó fram að frumkvöðlar, fjárfestar og stjórnendur eigin fyrirtækja voru alfarið undanskildir við val listans. Við valið var horft til þess að fólk uppfyllti eftirfarandi atriði:

  • Starfi í umhverfi þar sem miklar kröfur eru gerðar og mikil samkeppni ríkir um störf.
  • Hafi fengið framgang og aukna ábyrgð innan núverandi vinnustaðar eða verið ráðið til stærra og öflugra fyrirtækis.
  • Sé nú þegar búið að öðlast fjölbreytta reynslu og sé líklegt til að taka að sér enn stærri hlutverk í framtíðinni.

Góð samskipti hyggst gefa út sérstakan lista síðar í vikunni yfir vonarstjörnur erlendis en á honum verða efnilegir einstaklingar sem hafa fengið stór tækifæri í atvinnulífinu í þeim löndum sem þau búa.

Eftirfarandi einstaklingar komust á listann yfir 40 Íslendinga á uppleið erlendis en nánari upplýsingar um hvern og einn má finna á Medium síðu Góðra samskipta .

  • Alexander Freyr Einarsson (30) - Starfaði nýlega hjá J.P. Morgan í New York
  • Anna Margrét Gunnarsdóttir (32) - Verkefnastjóri hjá H&M Group í Stokkhólmi
  • Ari Helgason (34) - Framkvæmdastjóri hjá Index Ventures framtaksfjárfestingasjóðnum
  • Árni Birgisson (38) - Senior developer advocate hjá Amazon Web Services í Stokkhólmi
  • Baldur Páll Magnússon (39) - Forstöðumaður hjá lyfjafyrirtækinu Novartis í Sviss
  • Barbara Albertsdóttir (38) - Senior regulatory specialist advisor hjá Deutsche Bank í London
  • Björg Áskelsdóttir (35) - Framkvæmdarstjóri hjá Ambu A/S í Kaupmannahöfn
  • Björn Björnsson (40) - Forstöðumaður hjá BCG í Kaupmannahöfn
  • Bryndís Símonardóttir (37) - Partner hjá Deloitte í Danmörku
  • Dagný Engilbertsdóttir (30) - Ráðgjafi hjá McKinsey
  • Einar Björgvin Eiðsson (39) - Forstöðumaður stafrænnar umbreytingar hjá Nordea Bank
  • Freyr Guðlaugsson (36) - Yfirmaður á vörustjórnunarsviði stafrænna miðla hjá TravelClick
  • Guðbjört Gylfadóttir (38) - Stærðfræðilegur forritari hjá Bloomberg í New York
  • Guðmundur Kristjánsson (40) - Fjárfestingarstjóri MFA Financial
  • Gunnur Von Matérn (32) - Notendaupplifunarhönnuður hjá Antrop, í Stokkhólmi
  • Halla Hrund Logadóttir (39) - Forstöðumaður hjá Harvard
  • Halla Vilhjálmsdóttir Koppel (38) - Associate hjá Goldman Sachs í London
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (27) - Ráðgjafi hjá Deloitte í Zurich
  • Hjalti Jakobsson (37) - Hugbúnaðarverkfræðingur hjá Apple
  • Hjördís Hugrún Sigurðardóttir (33) - Ráðgjafi hjá Accenture í Zürich
  • Hörður Logi Hafsteinsson (37) - Fjármálastjóri hjá LOLA í New York
  • Jóhann Ari Lárusson (39) - Framkvæmdastjóri gagnagreiningar og gervigreindarlausna hjá Pearson í Phoenix, Arizona
  • Kjartan Ársælsson (39) - Þróunarstjóri hjá Riot Games í Los Angeles
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson (30) - VP Platform strategy hjá Sotheby’s uppboðsfyrirtækinu í New York
  • Linda Björk Bryndísardóttir (32) - Yfirmaður sölu hjá Travix international í Amsterdam í Hollandi
  • Magnús Berg Magnússon (34) - Framkvæmdarstjóri NORR11
  • Magnús Helgason (35) - Vice president hjá Goldman Sachs
  • Magnús Sigurðsson (36) - Framkvæmdarstjóri hjá Multivariate
  • Mardís Heimisdóttir (31) - Forstöðumaður hjá SS&C Advent í New York
  • Marta Björnsdóttir (32) - Yfirverkfræðingur hjá stoðtækjaframleiðandanum Integrum AB
  • Ólafur Sölvi Pálsson (36) - Rekstrarstjóri (COO) hjá Templafy
  • Ólöf Halla Guðrúnardóttir (35) - Verkefnastjóri í fjárhagsáætlanagerð hjá Baker Hughes í London
  • Rebekka Bryndís Björnsdóttir (34) - Yfirframleiðandi hjá New York City Ballet
  • Rósant Ísak Rósantsson (34) - Fjárfestingastjóri hjá IFC Asset management company
  • Rut Reykjalín (38) - Framkvæmdarstjóri í áhættustýringu í höfuðstöðvum Santander í Bandaríkjunum í Boston
  • Sigrún Jónsdóttir (35) - VP of Merchandising hjá TJX Europe
  • Sigurður Örn Aðalgeirsson (36) - Hugbúnaðarþróun hjá Google Research, í Boston
  • Steinunn Guðmundsdóttir (30) - Fulltrúi hjá lögmannsstofunni Morrison & Foerster LLP í San Francisco
  • Svanlaug Ingólfsdóttir (32) - Vörustjóri hjá Twitter
  • Sveinn Ólafsson (35) - Associate hjá Goldman Sachs, New York