Fjörutíu prósent landsmanna hafa íhugað að flytja til útlanda síðustu mánuði. Flestir, eða liðlega 23%, hafa íhugað að flytja vegna efnahagsástandsins.

Nokkur munur var á milli hópa hvort fólk hafði hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum. Þeir sem eru yngri voru líklegri til að segjast hafa hugsað um að flytja erlendis en þeir eldri. Þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til hafa hugsað um að flytja erlendis en þeir sem bjuggu á landsbygðinni. Þeir sem höfðu hæstu og lægstu heimilistekjurnar voru líklegastir til að hafa hugsað um að flytja úr erlendis. Þeir sem styðja ríkisstjórnina voru ólíklegri til að hafa hugsað um að flytja erlendis en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina.

Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 56,0% hafa hugsað um að flytja erlendis, borið saman við 5,9% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Af þeim sem tóku afstöðu og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sögðust 43,6% hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum, borið saman við 34,5% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.

Af þeim sem tóku afstöðu og höfðu heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðust 52,9% hafa hugsað til þess að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum, borið saman við 39,9% í tekjuhópnum 250-399 þúsund, 39,4% í tekjuhópnum 400-599 þúsund og 29,9% í tekjuhópnum 600-799 þúsund. 46,6% þeirra sem höfðu 800 þúsund eða meira í heimilistekjur sögðust hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum.

Af þeim sem tóku afstöðu og og sögðust styðja ríkisstjórnina sögðust 32,0% hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum, borið saman við 47,5% þeirra sem ekki sögðust styðja ríkisstjórnina.

Könnunin var gerð dagana 26. september til 1. október og svöruðu 968 einstaklingar spurningunni.